Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín: Húsbóndinn fær pylsupakka
Föstudagur 20. janúar 2012 kl. 11:05

Helgin mín: Húsbóndinn fær pylsupakka

Þessi helgi hjá Guðlaugu Sigurðardóttur er undirlögð af undirbúningi þorrablóts. En Knattspyrnufélagið Víðir og Björgunarsveitin Ægir standa fyrir stærsta þorrablóti á Suðurnesjum þar sem um 700 manns koma saman og skemmta sér, en Guðlaug er gjaldkeri hjá knattspyrnufélaginu. Þetta er í þriðja sinn sem þorrablótið er haldið og fer að sögn Guðlaugar sífellt vaxandi.

Guðlaug starfar að hluta til hjá fjölskyldufyrirtækinu sem samanstendur af SI verslun í Keflavík og SI raflagnir ehf. Hún starfar svo að hluta til hjá IGS, hvort tveggja segir hún mjög skemmtilegt. Guðlaug á þrjá drengi sem allir eru á fullu í fótboltanum. Hún er stuðningsmaður þeirra númer eitt og sem betur fer er ekkert um að vera hjá þeim um helgina í boltanum því Guðlaug er frekar upptekin.

Kannski tími fyrir spinning

„Við byrjum strax á fimmtudagskvöldið að undirbúa salinn og svo fer föstudagurinn í það sama. Göngum frá öllum lausum endum á föstudagskvöldinu.  Á laugardaginn hafði ég hugsað mér að skella mér í spinning kl. 09.00 og svo þarf maður að láta greiða sér og farða fyrir kvöldið sjálft. Verð svo mætt kl. 18.00 niður í íþróttahús til að taka á móti öllu flotta fólkinu okkar. Ég er alveg óendanlega þakklát öllum sem koma til okkar og skemmta sér með okkur. Húsbóndinn fær ekki sérstaklega mikla athygli frá mér á sjálfan bóndadaginn, fær sjálfsagt afhentan pylsupakka og tilheyrandi, gjörðu svo vel.“

Þarf að koma 700 manns fyrir

„Hlakka alveg svakalega til á laugardagskvöldið þegar allir eru sestir niður og alli sáttir með sætin sín, þá get ég aðeins róað mig, er alltaf pínu stressuð yfir þessum þætti hjá okkur, við erum að tala um 700 manns takk fyrir. Óska öllum góðrar skemmtunar.“

Sunnudagurinn fer svo í frágang eftir þorrablótið og á sunnudagskvöldið getur maður farið að slappa af, kannski að maður skelli sér fyrir faman sjónvarpið og horfi á eina góða mynd.
Við í knattspyrnufélaginu höfum verið dugleg að standa fyrir hinum ýmsu skemmtunum í bænum eins og: Konukvöldum, herrrakvöldum og svo sjáum við um Sólseturshátið okkar Garðmanna, þannig að mikið af mínum frítíma fer í  Knattspyrnufélagið, en ég geri þetta þó eingöngu af því að mér finnst þetta svo gaman og allir á heimilinu styðja mig í þessu. Knattspyrnufélagið Víðir hefur verið svo stór þáttur í mínu lífi, faðir minn sá um þjálfun í mörg ár og var m.a. formaður,“ og Guðlaug segist reikna með að vera eitthvað áfram í þessu starfi.

„Þannig hljómar þessi helgi hjá mér, hljómar kanski ekki spennandi fyrir suma, en ég er nokkuð sátt við hana,“ segir Guðlaug að lokum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024