Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín: Gengið á Þorbjörn og drukkinn töfradrykkur
Laugardagur 8. október 2011 kl. 01:54

Helgin mín: Gengið á Þorbjörn og drukkinn töfradrykkur


Rannveig Lilja Garðarsdóttir, eða Nanný, er uppalin í Keflavík og starfar sem vaktstjóri á Bókasafni Reykjanesbæjar og leiðsögumaður í aukavinnu. Sem leiðsögumaður um Reykjanes bæði í gönguferðum og í rútuferðum hefur hún starfað síðan árið 2005.

Í gær, föstudag, var Nanný að vinna til kl. 19, en fékk þá hluta af fjölskyldunni í mat. „Svo horfði ég á Útsvar sem er uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðspurð hvað hún ætli að gera um helgina segir Nanný:

„Á laugardaginn vakna ég snemma og fæ mér góðan morgunmat ásamt töfradrykknum mínum sem er heimalagaður engiferdrykkur. Síðan ætla ég að ganga á Þorbjörn með vonandi stórum hóp sem Isavia og Fríhöfnin eru að bjóða uppá í tengslum við heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Við ætlum að hittast við vatnstankinn við rætur Þorbjarnar kl 13:00 allir eru velkomnir. Svona finnst mér laugardögunum best varið með skemmtilegu fólki í fjallgöngu og ekkert að hugsa um veðurspá heldur bara klæða sig eftir veðri .   

Á laugardagskvöldið ætla ég að borða góðan mat sem eiginmaðurinn eldar fyrir mig en hann sér um flest eldhúsverk á okkar bæ.

Á sunnudaginn ætla ég að fara í Bláa lónið og flatmaga þar og láta dekra við mig“.

Nanný segir margt skemmtilegt framundan hjá sér.

„Ég er að læra á gítar og eyði alltaf hluta af deginum í æfingar og einnig var ég að byrja að syngja með Sönghóp Suðurnesja, sem að er mjög skemmtilegur félagsskapur. Svo er ég  að fara að kenna eitt fag í Færni í ferðaþjónustu hjá MSS“.