Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín: FS breytt í vígvöll
Föstudagur 3. febrúar 2012 kl. 15:59

Helgin mín: FS breytt í vígvöll

Ellert Björn Ómarsson er 17 ára FS-ingur en þar leggur hann stund á nám í húsasmíði. Ellert starfar á Langbest með skólanum en milli þess sem Ellert er í skólanum eða að vinna er hann að handleika byssur. Ekki eru þessar byssur þó ýkja hættulegar en um er að ræða Lasertag- eða paintballbyssur sem eru vinsælar hjá ungviðinu. Um helgina verður Fjölbrautaskóla Suðurnesja breytt í vígvöll þar sem Lasertag stríð verður háð. Ellert sagði okkur frá því sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur um helgina.

„Á föstudagskvöldið fer ég að vinna uppá Langbest á Ásbrú og svo líklegast bara á rúntinn með félögunum,“ segir Ellert en mikið verður um að vera á laugardeginum.

„Á laugardagskvöld er ég svo að fara að keppa í M16 Lasertag-móti sem verður haldið í Fjölbrautaskóla suðurnesja. Skólanum er breytt í vígvöll og verður spilað langt fram á nótt. Ég og mínir vinir mætum þarna sterkir til leiks. Það þýðir ekkert annað því við þurfum jú að verja titilinn okkar síðan í fyrra,“ en hann og félagar hans fóru með sigur af hólmi á sama móti í fyrra. Einnig er gaman að segja frá því að Ellert varð Framhaldsskólameistari í paintball núna í nóvember síðastliðinn með FS liðinu en hann segist hafa mikinn áhuga á svona leikjum.

Sunnudagur er helgidagur hjá Ellert og verður sofið út að hans sögn. Aðeins verður kíkt aðeins á heimalærdóminn og svo rifið í lóðin um kvöldið þar sem keppnishópur Massa hittist og tekur hnébeygjur og réttstöðulyftu. „Við erum að undirbúa okkur undir Íslandsmótið í kraftlyftingum sem verður haldið í Njarðvík 24. mars núkomandi. En Massi á mjög breiðan og sterkan hóp í kraftlyftingum á Íslandi og höfum við unnið stigaverðalunin síðustu tvö ár,“ segir Ellert að lokum.

Lasertag keppnin fer fram klukkan 18:00 á laugardagskvöld eins og sjá má hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024