Helgin mín: „Fagna kjöri formanns skemmtinefndar“
Helgi Már Vilbergsson er 18 ára nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á Náttúrufræðibraut. Hann hefur þó hugsað sér að skipta yfir á Félagsfræðibraut, vegna áhuga á sálfræði, félagsfræði og fögum þeim tengdum. Áhugamál Helga eru íþróttir, að vera í kringum hresst fólk, bílar og fleira. Hann hefur æft fótbolta síðan hann var lítill strákur en kappinn fór nýlega í aðgerð á hné og mun hann sennilega ekki ná fullum bata fyrr en að sex mánuðum liðnum. Helgi mun því væntanlega vera á hliðarlínunni komandi fótboltasumar en hann leikur með Njarðvíkingum í 2. deildinni.
Helgi var í gær kjörinn formaður skemmtinefndar í FS en úrslit í kosningunum voru kunngerð á árshátíð skólans í gærkvöldi. Helgi segist hafa boðið sig fram vegna þess að hann hafi langað að taka stóran þátt í félagslífi skólans og færa það á hærra plan. „Mig langar að hafa viðburðina fjölbreytta svo allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafa góð þemu á böllum svo sem flestir mæti og skemmti sér vel. Helgi telur félgslíf í skóla skiptir miklu máli og geti það verið ein af meginástæðunum þegar nemendur velja sér skóla. „Oft er talað um að framhaldsskólaárin sé skemmtilegasti tíminn í lífinu og mun ég reyna að gera allt sem ég get til að láta það verða að raunveruleika,“ segir Helgi Már.
Helgi hefur ákveðnar skoðanir þegar kemur að félagslífi skólans: „Félagslífið á síðustu tveimur önnum hefur verið flott. Ísak Ernir sem var formaður skemmtinefndar hefur gert frábæra hluti í félagslífi skólans og komið því á hærra plan. Mig langar að halda áfram með hans vinnu og nýta það sem hann hefur gert og byggja ofaná það og koma félagslífinu enn hærra. Svo mun ég fá fjóra til fimm til að vera með mér í nefnd og munum við vinna mjög vel saman til þess að gera þetta auðveldara og skemmtilegra.“
Að lokum spurðum við hvað nýkjörinn skemmtanastjóra Fjölbrautaskólans hvað hann ætli að gera af sér um helgina?
„Í dag ætla ég bara að fagna kjöri mínu í formann skemmitinefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kíkja með félögunum í bíó eða gera eitthvað skemmtilegt með þeim.“
Alltaf matarboð hjá fjölskyldunni á laugardögum
„Á laugardaginn verður matarboð hér heima líkt og alla laugardaga þar sem við öll systkynin og fjölskyldur þeirrra hittumst og mun mamma elda eitthvað gómsætt eins og venjulega,“ svo segist Helgi ætla í afmælisveislu seinna um kvöldið.
„Mér er svo boðið í fermingaveislu hjá frænku minni á sunnudaginn, þegar henni líkur
ætla ég að hafa það bara rólegt líkt og flest alla sunnudaga,“ segir Helgi Már Vilbergsson sem ætlar sér að færa skemmtanalíf Fjölbrautaskólans á enn hærra plan á næstunni.
Meðfylgjandi er svo kosningamyndband Helga þar sem hann kynnir fyrirætlanir sínar.