Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Helgin mín : „Þær mega fylla á nammibarinn“
Föstudagur 11. nóvember 2011 kl. 10:32

Helgin mín : „Þær mega fylla á nammibarinn“

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er 36 ára gamall Keflvíkingur. Guðmundur er núverandi klúbbmeistari GS en hann hefur verið einn fremsti kylfingur klúbbsins síðastliðinn áratug. Hann er giftur Guðrúnu Kristinsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Guðmundur er annálaður golfari en hann segist þó hafa áhuga á fótbolta þótt fátt komist að annað en golfið. Um þessar mundir segist Guðmundur óðum vera að ná heilsu í olnbogum sem hafa verið að angra hann síðstu 2 árin. Þegar hann verður svo orðin heill heilsu þá mega menn fara að passa sig á golfvellinum, segir hann léttur í bragði.

Um helgina stendur mikið til hjá Guðmundi eins hjá og öðrum golfurum hér á Suðurnesjum því GS mun í kvöld halda sitt árlega karlakvöld í Leirunni og þar verður væntanlega líf og fjör.

„Helgin mun að öllum líkindum hefjast á hinu magnaða herrakvöldi GS enda fiskur í boði og eins og menn vita þá lætur „Happasæls-snillingurinn” sig ekki vanta þar sem fiskur er á borðum. Ég vona að sem flestir mæti, en ég skal lofa því að menn munu skemmta sér vel,“ segir Guðmundur.

„Laugardagurinn mun fara sennilega fara bara í vinnu að mestu leyti. Svo er spurning um að skella sér í golfherminn og gera sig kláran fyrir golfmótið á sunnudaginn. Svo má nú ekki gleyma því að það er nammidagur þannig að ég vil biðja stúlkurnar á Básnum um að fylla á nammið.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinna á sunnudegi

„Sunnudagurinn mun hefjast á því að það verður skellt sér í golfmót á besta velli landsins. Þar verður spilað upp á pyslu og eina kók og ekki ólíklegt að maður vinni það að gömlum vana,“ segir Guðmundur sem á von á því að fara að vinna eftir golfhringinn. Hann ætlar sér svo að eyða kvöldinu í sjónvarpsgláp í faðmi fjölskyldunnar, enda segir hann það vart gerast betra en það.

Myndir: Guðmundur Rúnar í sveiflu að ofan en að neðan má sjá kappann með hluta af fótboltatreyjusafni sínu, en hann safnar golfskóm og fótboltatreyjum, en hann á yfir 120 treyjur.