Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgin mín - Þeytir skífum og refsar lóðum
Föstudagur 4. febrúar 2011 kl. 11:17

Helgin mín - Þeytir skífum og refsar lóðum

Jóhann D. Bianco er 29 ára Keflvíkingur í húð og hár en margir kannast við kauða undir nafninu Joey D. Jóhann býr í Keflavík ásamt unnustu sinni Jórunni Steinsson en þau eru búin að vera saman núna í næstum 2 og hálft ár. Hann hefur verið fremstur meðal jafningja í stuðningsmannasveit Keflavíkur undanfarin ár en einnig hefur hann verið að hasla sér völl í heimi plötusnúða þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna. Þessa dagana segist Jóhann aðallega vera að spila út um allt, nýbyrjaður í ræktinni til að koma sér í gamla góða formið en hann segir nýjar og betri áherslur á nýju ári. Hann er svo að leggja drög að mögnuðu sumri. Jóhann hefur spilað á öllum helstu og stærstu skemmtistöðum landsins og spilað með mönnum eins og Dave Spoon, Klaas og fleiri góðum. Einnig hefur hann verið að þeyta skífum á Þjóðhátið undanfarin tvö ár og sumarið 2009 spilaði hann á tveimur stórum klúbbum á Benidorm.
„Stefnan er og hefur verið síðustu ár að flytja erlendis, erum mikið búin að ræða það ég og konan, stefnan er sett á Spán eða Ítalíu, mér bauðst einmitt þegar við vorum á Kanarí í lok 2009 að koma og spila á öflugum klúbbum í Madríd en tímasetningin var ekki alveg rétt fyrir mig þá, tilboðið er þó ennþá á borðinu. Svo eru nokkrir staðir útí heimi sem maður hefði áhuga á að skoða. Ég er t.d búinn að fá boð á stóra tónlistarhátíð í Finnlandi, verið er að skoða með gigg í Dubai, og Spánn kallar alltaf. Komst í fín sambönd þegar ég spilaði á Benedorm og eru nokkrir klúbbar á Spáni sem væri gaman að spila á. Nú erum við eiginlega bara að reyna að finna rétta tækifærið til þess að flytja erlendis, Ísland hefur því miður ekki uppá mikið að bjóða þessa dagana og sólin kallar allsvaðalega,“ sagði Jóhann um áform sín í nánustu framtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónleikar með Ælu og Rapp kvöld

„Þetta verður heljarinnar helgi og mikil gleði framundan, það er næsta víst.
Á föstudaginn skellir maður sér í Lífstíl og refsar aðeins lóðunum, dett svo mjög líklega á Thai Kef og fæ mér þar helgrimman rétt, Svínakjöt í Massaman Karrý með kartöflum og lauk. Rétturinn er nr. 604 fyrir áhugasama, ét það eins og flóttamaður í Sómalíu, elska það.
Síðan skellir maður sér á tónleika með félögum mínum í Ælu á Paddys og leggur þar góðu málefni lið. Þeir eru að fara í stúdíó og von er á frábærum grip frá þeim piltum.
Svo drífur maður sig beint niðrá Center þar sem ég er að fara að halda hin sívinsælu Old Skúl Hip Hop/Rapp kvöld, þar sem maður dettur í gamla og góða gírinn í rappinu og ekki laust við að nostalgían frá þessu tíma kitli marga, og það fær auðvitað slatti af nýju fersku rappi að fljóta líka. Ramses mun mæta ásamt Orra Err og taka nokkur lög af nýju plötunni sinni og bara virkilega smooth kvöld í vændum.“

Afmæli og Haffi Haff kíkir á Manhattan

„Á laugardaginn verður allt að frétta frá upphafi til enda. Byrja daginn í gymminu og kem mér í gírinn fyrir kvöldið, svo skellum við strákarnir okkur á Paddys og tökum nokkra kalda yfir stórleik Wolves og Man Utd, 3 stig þar í hús hjá tilvonandi Englandsmeisturunum. Þá ætti maður að vera kominn í góðan gír og maður skellir sér þá í teiti hjá litla partýhundinum honum Óla Geir og menn munu fá sér eitthvað þar. Svo bombar maður niðrá Center og kíkir þar í teiti hjá afmælisbarninu hríðskotarifflinum Magga Gun og hittir þar góða homies. Að lokum tökum við þetta All In á Manhattan þar sem að ég, Fulli Geir, Haffi Haff, Kristmundur Axel, og fleiri góðir verðum ljónharðir að spila í Show Me Love partýinu, hvet alla til að mæta þangað.“

Olsen og nachos á sunnudeginum

„Á sunnudeginum er það bara alveg tilvalið að detta á Olsen í einn spiksveittan Beikon Olsen í þynnkunni, en maður verður sem betur fer aldrei þunnur því ég hef náð að mastera þá færni að afhala mig eftir hvert djamm þannig að maður vaknar alltaf ferskur. Svo held ég að maður gæti dottið í bíó um kvöldið þar sem helgrimmt Nachos ber hæst, enda mikill áhugamaður um gott nachos.“


„Flott helgi að baki og undirbúningur fyrir þá næstu hefst bara strax á mánudeginum.
Lifið heil, elskið friðinn og dansið til að gleyma,“ voru lokaorð plötusnúðsins Joey D.