Helgi P fyrstur að borga sig inn
– kíktu við á safninu á leiðinni í flug
Feðgarnir Helgi Pétursson úr Ríó Tríói og Snorri Helgason tónlistarmaður voru fyrstu gestir Rokksafns Íslands í dag. Í tilefni af því fengu þeir rósir, bókina hans Arnars Eggert „Tónlist ...er tónlist“ og diskinn hans Rúnars Júlíussonar „Söngvar um lífið“.
Í frétt frá Rokksafni Íslands segir að það verði fjallað bæði um Ríó Tríó og Snorra Helgason ítarlega í spjaldtölvum sem gestir safnsins fá afhenta þegar þeir koma á safnið.
Helgi var að skutla Snorra syni sínum í flug nú áðan. Hann er að leggja í tónleikaferðalag með Ásgeiri Trausta og feðgarnir ákváðu að kíkja við á safninu fyrst og urðu þar fyrstu borgandi gestirnir á Rokksafni Íslands.