Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Helgi á leið til New York
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 12:06

Helgi á leið til New York

Helgi Líndal hefur haft áhuga á því að hanna og sauma sín eigin föt síðan hann var þrettán ára gamall. Það var amma hans sem hjálpaði honum að stíga sín fyrstu skref en nú í dag stundar Helgi nám í fatahönnun við Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Einhverjir kannast eflaust við Helga en hann fór einmitt á námskeið í fyrra í Los Angeles þar sem hann saumaði sína eigin skó frá grunni þó að fyrirmyndin hafi verið Stan Smith skórnir frá Adidas.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir u.þ.b. tveimur árum fór Helgi að fylgjast með Dominic Chambrone, eða Shoe Surgeon eins og hann kallar sig. Helga hafði lengi langað að fara á námskeið hjá Dominic og sá svo auglýst námskeið þar sem foreldrar hans sögðu honum að skrá sig.

Eftir námskeiðið hefur Helgi m.a. saumað skó úr gallajakkanum hans frænda síns og úr Michael Kors veski sem hann keypti sér.

Nú í september er Helgi að fara á annað námskeið, að þessu sinni í stórborginni New York, en þó aftur hjá Dominic. Á því námskeiði mun hann læra að sauma Air Jordan 1 skóna.

Spurður hvað framtíðin ber í skauti sér segist Helgi vilja klára FS og fara svo vonandi í skóla erlendis að læra fatahönnun. Draumurinn er að geta unnið sem fatahönnuður í framtíðinni.

Fyrir þá sem vilja styrkja Helga á sitt næsta námskeið þá er reikningsnr. 0142-15-382373 og kennitalan 301000-2270.