Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Helga Sigurðardóttir opnar sýningu í Saltfisksetrinu
Miðvikudagur 7. maí 2008 kl. 09:53

Helga Sigurðardóttir opnar sýningu í Saltfisksetrinu

Næstkomandi laugardag verður opnuð sýning á verkum Helgu Sigurðardóttur í Saltfisksetrinu í Grindavík. Sýningin nefnist Blátt og bleikt og vísar í þá liti sem mest heilla listakonuna. Sýningin opnar kl. 14 og stendur fyrir til 26. maí.

Helga hefur getið sér gott orð fyrir list sína og sýnt verk sín víða, bæði hér heima og erlendis. Nýlega birtist 10 blaðsíðna umsögn um hana í listatímaritinu International Artist Magazine.

Heiti sýningarinnar vísar í þá liti sem heilla listakonuna mest og eru viðfangsefnin abstrakt, en undirliggjandi er hin magnþrungna íslenska náttúra, sem gefur innblástur og kraft og má þar nefna vatn í öllum sínum myndum. Jöklar, fossar íshellar, jökulsprungur og sjórinn eru miklir áhrifavaldar, segir í kynningu sýningarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helga vinnur bæði með olíu- og vatnsliti, blek og leir og málar á pappír, striga, ál og timbur.

„Þegar ég mála skiptir athöfnin sjálf miklu máli. Ég læt litina flæða í vatni, terpentínu og öðrum íblöndunarefnum sem eiga við hverju sinni og verða efnin oft þunn og fjótandi. Liturinn og flæðið leiðir mig áfram í leit að áhugaverðum litasprengingum og samspili. Það er spennandi að sjá hvernig litirnir blandast saman og hin ýmsu blæbrigði koma fram og ómögulegt er að sjá fyrir hverng málverkið endar," segir Helga Sigurðardóttir