Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 23:04

HELGA SIGRÚN HARÐARDÓTTIR ER MAÐUR VIKUNNAR: BJÚGU MEÐ KANILBRAGÐI OG GLÆR SÓSA MEÐ PAPPABRAGÐI

Maður vikunnar vikunnar að þessu sinni er Njarðvíkingurinn Helga Sigrún Harðardóttir. Hún tók við stöðu atvinnumálafulltrúa MOA í síðustu viku. Eflaust kannast margir við rödd hennar því hún hefur hljómað á öldum ljósvakans undanfarin ár, m.a. á Brosinu og Gullinu. Helga Sigrún er kennari og námsráðgjafi að mennt. Nafn: Helga Sigrún Harðardóttir Fædd/-ur hvar og hvenær: Keflavík, 12.desember 1969 Stjörnumerki: Bogamaður Atvinna: Atvinnumálafulltrúi MOA Laun: Sanngjörn Maki: Ekki enn Börn: Íris Ösp Bifreið: Honda Civic 1998 Uppáhaldsmatur: Lambafille „a la Biffi“ Versti matur: Flugvélamatur hjá bresku flugfélagi sem ég flaug með um daginn (bjúgu með kanilbragði og glær sósa með pappabragði) Besti drykkur: Ískalt vatn með klaka (ekki olíublandað þó) Skemmtilegast: Að hitta fólk og finna hvað maður getur lært af því Leiðinlegast: Að festast í leiðinlegri rútínu Gæludýr: Nei, almáttugur forði mér frá því Skemmtilegast í vinnunni: Þegar ég get átt skemmtileg samskipti við fólk Leiðinlegast í vinnunni: Einmanaleg pappírsvinna Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleika og húmor En verst: Ósannsögli og fýlupokahátt Draumastaðurinn: Dritvík á Snæfellsnesi er dálítið geggjuð Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Fallegur magi er ómótstæðilegur Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Viðar Örn Ómarsson, litli frændi minn Spólan í tækinu: As good as it gets Bókin á náttborðinu: Conversations with God Uppáhalds blað/tímarit: Mogginn Besti stjórnmálamaðurinn: Hjálmar Árnason Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Horfi einna helst á fréttir Íþróttafélag: Vá, ekki láta mig gera upp á milli Uppáhaldskemmtistaður:Allsstaðar sem góðir vinir eru Þægilegustu fötin: Nærföt sem Harpa systir gaf mér í jólagjöf í fyrra Framtíðaráform: Að fá allt það besta, og mikið af því Spakmæli: All the difference will not make the way you think...yet the way you think will make all the difference
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024