RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Mannlíf

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 23:04

HELGA SIGRÚN HARÐARDÓTTIR ER MAÐUR VIKUNNAR: BJÚGU MEÐ KANILBRAGÐI OG GLÆR SÓSA MEÐ PAPPABRAGÐI

Maður vikunnar vikunnar að þessu sinni er Njarðvíkingurinn Helga Sigrún Harðardóttir. Hún tók við stöðu atvinnumálafulltrúa MOA í síðustu viku. Eflaust kannast margir við rödd hennar því hún hefur hljómað á öldum ljósvakans undanfarin ár, m.a. á Brosinu og Gullinu. Helga Sigrún er kennari og námsráðgjafi að mennt. Nafn: Helga Sigrún Harðardóttir Fædd/-ur hvar og hvenær: Keflavík, 12.desember 1969 Stjörnumerki: Bogamaður Atvinna: Atvinnumálafulltrúi MOA Laun: Sanngjörn Maki: Ekki enn Börn: Íris Ösp Bifreið: Honda Civic 1998 Uppáhaldsmatur: Lambafille „a la Biffi“ Versti matur: Flugvélamatur hjá bresku flugfélagi sem ég flaug með um daginn (bjúgu með kanilbragði og glær sósa með pappabragði) Besti drykkur: Ískalt vatn með klaka (ekki olíublandað þó) Skemmtilegast: Að hitta fólk og finna hvað maður getur lært af því Leiðinlegast: Að festast í leiðinlegri rútínu Gæludýr: Nei, almáttugur forði mér frá því Skemmtilegast í vinnunni: Þegar ég get átt skemmtileg samskipti við fólk Leiðinlegast í vinnunni: Einmanaleg pappírsvinna Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleika og húmor En verst: Ósannsögli og fýlupokahátt Draumastaðurinn: Dritvík á Snæfellsnesi er dálítið geggjuð Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Fallegur magi er ómótstæðilegur Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Viðar Örn Ómarsson, litli frændi minn Spólan í tækinu: As good as it gets Bókin á náttborðinu: Conversations with God Uppáhalds blað/tímarit: Mogginn Besti stjórnmálamaðurinn: Hjálmar Árnason Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Horfi einna helst á fréttir Íþróttafélag: Vá, ekki láta mig gera upp á milli Uppáhaldskemmtistaður:Allsstaðar sem góðir vinir eru Þægilegustu fötin: Nærföt sem Harpa systir gaf mér í jólagjöf í fyrra Framtíðaráform: Að fá allt það besta, og mikið af því Spakmæli: All the difference will not make the way you think...yet the way you think will make all the difference
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025