Helga Braga klippt og snyrt hjá 18 já Hársnyrtingu Harðar
Tökur á myndinni Dauða Kettinum standa nú yfir á Reykjanesinu og er hún m.a. tekin upp í gamla bænum í Keflavík. Helga Braga Jónsdóttir stórleikari með meiru leikur í myndinni ásamt fleiri úrvals leikurum og var hún í klippingu og förðun í dag hjá, 18 já Hársnyrtingu Harðar. Aníta Inga Arnarsdóttir, hársnyrtir, sá um að klippa og lita hár stórstjörnunnar en það var Guðrún María Vilbergsdóttir, nagla og förðunarfræðingur, sem sá um förðun. Ekki var betur séð en Helgu líkaði mjög vel við klippinguna og förðunina enda ljómaði hún af gleði í stólnum um leið og hún sagði nokkra brandara eins og henni einni er lagið.