Helena Rós vann Hljóðnemann
Helena Rós Þórólfsdóttir sem fór með sigur af hólmi í söngvakeppninni Hljóðnemanum sem fór fram í Andrew´s Theater á Vallarheiði í gærkvöldi. Helena Rós söng lagið Everytime sem Britney nokkur Spears söng á sínum tíma.
Í öðru sæti varð Ólína Ýr Björnsdóttir með lag hljómsveitarinnar Goo Goo Dolls, Iris.  Hljómsveitin Reason To Believe tók síðan þriðja sætið með laginu Everytime I Look For You með pönk-rokksveitinni Blink 182.
Svipmyndir frá Hljóðnemanum eru komnar inn á ljósmyndasafn Víkurfrétta en myndband frá kvöldinu er væntanlegt hér á vf.is síðar í dag.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				