HELENA RÓS FÉKK ELDVARNAVERÐLAUNIN
Helena Rós Þórólfsdóttir úr Keflavík var eina barnið á Suðurnesjum sem hlaut verðlaun í eldvarnagetraun sem Landssamband slökkviliðsmanna efndi til fyrir síðustu jól. Helena er nemandi í þriðja bekk Myllubakkaskóla og hún mætti á slökkvistöðina í Keflavík á mánudaginn með bekknum sínum til að taka við verðlaunum. Í verðlaun fékk hún fjölskylduspilið „Sequence“, reykskynjara, barnabókina „Gættu þín á eldinum“, eldvarnateppi, fjöltengil með straumrofa og gaumljósi, viðurkenningarskjal og blaðið Slökkviliðsmanninn.Þegar Helena hafði tekið við verðlaununum var öllum krökkunum boðið upp á hressingu og snúða ásamt því að skoða slökkviliðsbíla og sjúkrabíla.Á meðfylgjandi mynd afhendir Jón Guðlaugsson Helenu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.VF-tölvumynd: hbb