Helena Ósk hlaut fyrstu verðlaun
Helena Ósk Jónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun þegar Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent á föstudaginn í þriðja sinn. Helena Ósk hefur haft umsjón með þjálfun og undirbúningi nemenda Heiðarskóla fyrir Skólahreysti.
Í umsögn um Helenu Ósk segir að árangur nemenda skólans hafi ávallt verið mjög góður. Skólinn hafi undanfarin þrjú ár komist í úrslitakeppni Skólahreysti, sem sýnd er í beinni útsendingu á RÚV. Fyrsta árið hafi Heiðarskóli hafnað í fjóðra sæti, annað árið í fyrsta sæti og í ár hafnaði hann í öðru sæti.
„Þessi frábæri árangur Heiðarskóla er að mestu til kominn vegna vinnu Helenu Óskar með krökkunum og þeirra frábæru nemenda sem keppnt hafa fyrir hönd skólans undanfarin ár,“ segir ennfremur í umsögninni.
VFmynd/elg - Helena Ósk tók við verðlaununum frá Garðari Vilhjálmssyni, fráfarandi formanni Fræðsluráðs Reykjanesbæjar.