Heldur fjórðu trommuhátíðina
Laugardaginn 6. október verður trommuhátíðin "Trommarinn" nú haldin í fjórða sinn í sal FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík. Fyrsta sýningin var haldin í október 2009 og hefur verið árviss viðburður síðan. Það er Halldór Lárusson úr Grindavík sem stendur fyrir hátíðinni.
Aðgangur er ókeypis.
Eins og fyrr verða hljóðfæraverslanirnar Hljóðfærahúsið/Tónabúðin, Rín & Tónastöðin með allt það nýjasta til sýnis úr slagverks og trommuheimum. Nokkur vel valin, gömul og góð trommusett verða til sýnis og margir af landsins bestu trommuleikurum stíga á svið.
120 fyrstu gestirnir fá frían happdrættismiða sem gefur þeim möguleika á að vinna glaðning frá hljóðfæraverslunum og Trommari.is
Heiðursverðlaun verða veitt fyrir ævistarf og falla þau að þessu sinni í hlut Péturs Östlund sem kemur til landsins af þessu tilefni.
Gestgjafi og kynnir er Jónatan Garðarsson
Dagskrá:
13:00 Húsið opnar.
14:10 Magnús Ásvaldsson (GRM o.fl.) & Jóhann Hjörleifsson (Sálin, Stórsveit R.víkur o.fl.)
14:40 Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)
15:10 Þorvaldur Halldórsson (Valdimar)
15:40 Pétur Östlund ásamt SÚMA trommukvartettinum leika "Mop Mop", verk eftir Pétur sem hann samdi sérstaklega fyrir þetta tilefni og SÚMA kvartettinn. SÚMA kvartettinn skipa auk Péturs þeir Matthías Hemstock, Einar Scheving & Halldór Lárusson
16:00 Heiðursviðurkenning veitt
16:15 Pétur Östlund tríó
18:00 Sýningu lýkur