Heklugos á Ásbrú í kvöld
Það styttist í Heklugos og er sýningin að taka á sig mynd í Eldey en þar mátti sjá Helgu Björgu Steinþórsdóttur hönnuð og frumkvöðul sem vílar ekki fyrir sér að hlaupa í skarðið þegar greiða þarf fyrirsætum.
Dagskrá hefst kl. 19:30 með afhendingu menningarstyrkja. Að því loknu tekur við glæsileg tískusýning 9 hönnuða af Suðurnesjum og verða svo vinnusmiðjur opnar og kynning á hönnun um allt hús.
það er Eldey þróunarsetur, Menningarráð Suðurnesja og SKASS sem standa að viðburðinum en heiðursgestur kvöldsins verður Dorrit Moussaieff.
Styrktaraðilar eru Fríhöfnin, Kadeco, ÍAV og Íslandsbanki. Einnig taka þátt Bláa lónið og Sif Cosmetics sem kynna vörur sínar.
Það leggja margir hönd á plóginn fyrir Heklugosið. Hér má sjá Önnu Lóu Ólafsdóttur SKASS búa til skilti fyrir Heklugos á mettíma með góðri aðstoð frumkvöðulsins Nils Erik Gíslasonar hjá Nehemiu en þar er að sjálfsögðu hugvitið nýtt til hins ýtrasta.