Heklugos 16. maí
Heklugos verður haldið annað árið í röð þann 16. maí nk í Atlantic Studeos Ásbrú og frumkvöðlasetrinu Eldey. Markmið Heklugoss er að kynna fjölbreytta hönnun á Suðurnesjum og boðið verður upp á risa tískusýningu þar sem hönnuðir af svæðinu sýna verk sín, ásamt handverkssýningu og opnum vinnustofum hönnuða í Eldey.
Búist er við fjölda gesta og eru þeir hönnuðir og handverksfólk sem hefur áhuga á að taka þátt beðnir um að senda póst fyrir 9. maí á [email protected] og [email protected] - Þar má líka fá allar nánari upplýsingar.