Heimur undirdjúpanna
Nýtt listaverk eftir nemendur Akurskóla
Gangandi vegfarendur í Innri-Njarðvík geta núna notið listaverks sem nemendur Akurskóla sköpuðu á dögunum. Verkið heitir Heimur undirdjúpana og er staðsett á gamla frystihúsinu Brynjólfi. Verkið er í raun fiskinet sem hengt hefur verið á vegginn og síðan eru mörg leirverk nemenda af fiskum, skeljum og öðru sjávarlífi hengd á netið.
Verkið var unnið í samræmi við Listaverk í leiðinni og er hugmyndin sú að gangandi vegfarendur sem eiga leið um sjávarsíðuna njóti góðs af, auk þess sem nemendur læra að meta umhverfislist, liti, fegurð sjávarins og menningu okkar.
Árni Sigfússon bæjarstjóri afhjúpaði verkið á föstudagsmorgunin.