Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimsreisufari kominn til Íslands: ástin togaði hann heim
Mánudagur 26. janúar 2004 kl. 15:15

Heimsreisufari kominn til Íslands: ástin togaði hann heim

„Ætli ástin hafi ekki togað mig heim til Íslands?“ segir heimsreisufarinn Magnús Ólafsson sem kom til Íslands þann 18. janúar og er farinn að vinna. Magnús hefur ásamt Hemma félaga sínum ferðast um heiminn frá því síðasta sumar og hafa þeir skrifað pistla reglulega inn á heimsreisusíðu Víkurfrétta. Hemmi er nú staddur í Taílandi þar sem hann mun dvelja á næstunni.
Víkurfréttir tóku hús á Magga þar sem hann var nýkominn frá Jakarta höfuðborg Indónesíu. „Þetta var í raun ekki erfið ákvörðun og ég tók hana í fullu samráði við Hemma og það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Maggi en þegar þeir félagar dvöldu á eyjunni Balí kynntist Maggi ungri stúlku. „Hún heitir Julia og við kynntumst á skemmtistað á Jóladag,“ segir Maggi og bætir við að þeim hafi litist vel hvort á annað frá fyrstu sín. Maggi segir að ef hann hefði ekki kynnst stúlkunni væri hann sjálfsagt enn á ferðalagi með Hemma. „Eins og ég segi var Hemmi alveg sáttur við þessa ákvörðun mína og leit á þetta sem nýtt upphaf.“
Að sögn Magga er stefnan að Julia komi til Íslands eftir nokkra mánuði. „Hún er bara spennt að koma,“ sagði Maggi í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024