Heimsreisufararnir: Fengu ekki að fara inn í Brasilíu
Heimsreisufararnir Hemmi og Maggi fengu ekki að fara inn í Brasilíu, en ferðalag þeirra hefur heldur betur verið viðburðarríkt síðustu vikurnar. Þeir hafa dvalið á Fiji eyjum í góðu yfirlæti og skoðuðu meðal annars eyju sem var á stærð við körfuboltavöll. Frá Fiji eyjum héldu þeir til Bandaríkjanna þar sem þeir eyddu mestum tíma í Los Angeles. Þaðan héldu félagarnir til Brasilíu og lentu þeir í hinum mestu hremmingum við að reyna að komast inn í landið. En lesendur VF.is geta lesið frekar um ævintýri þeirra félaga á heimsreisuvefnum.
VF-ljósmynd/Hemmi&Maggi: Heimsreisufararnir súrir í bragði á flugvellinum í Brasilíu.