Heimsóttu FS
Hópur nemenda frá Fjöltækniskóla Íslands heimsótti FS á dögunum en í hópnum voru nemar af skipstjórnar- og vélstjórnasviði.
Fengu nemendur Fjöltækniskólans að skoða líkön af veiðarfærum í tilraunatanknum, æfa sig í að stilla troll og hlera og margt fleira.
Frá Fjölbrautaskólanum lá leiðin niður í Bátasafn Gríms Karlssonar í Duus húsum og þaðan farið út á Garðskaga en góður rómur var gerður að heimsókn nemenda Fjöltækniskólans.
www.fss.is