HEIMSÓKNARÞJÓNUSTA KEFLAVÍKURKIRKJU
Keflavíkurkirkja býður uppá kirkjulega heimsóknarþjónustu þar sem markmiðið er að veita sálgæslu og viðhalda tengslum milli skjólstæðings og kirkjunnar. Djákni safnaðarins, Lilja G. Hallgrímsdóttir, tekur að sér að heimsækja fólk í sókninni sem ekki á heimagengt til dæmis vegna sjúkdóma., fötlunar eða elli. Heimsóknin getur verið á heimili, á sjúkrahúsi eða á stofnun. Þörf fyrir heimsókn getur verið tímabundin eða hún þurfi asð vara um lengri tíma. Það skal tekið fram að djákni er gestur á heimili skjólstæðings en hvorki hjúkrunaraðili eða heimilishjálp. Aftur á móti getur djákni komið á tengslum milli skjólstæðings og sérfræðings ef þess er óskað. Til dæmis við prest, félagsráðgjafa, lækni, sálfræðing, fjármálaráðgjafa eða annarra aðila á sviði heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu. Fastur viðtalstími djákna er á mánudögum kl. 12:00-14:00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafi sóknarbarn áhuga á því að djákni heimsæki sig eða sína, eða að koma sjálft á fund djákna, þá hafi hann samband í síma 421-4327 eða 855-0834.Keflavíkurkirkja,Lilja Hallgrímsdóttir djákni.