Sunnudagur 19. febrúar 2023 kl. 07:41
Heimsókn til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar
Nemendur 5. bekkjar heimsóttu Björgunarsveitina Sigurvon í síðustu viku. Þar fengu þeir að að spyrja spurninga um störf sveitarinnar, máta hjálmana þeirra, prófa að sitja í björgunarsveitarbílnum og fara upp í björgunarbátinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.