Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimsókn í Hesthelli
Þriðjudagur 25. maí 2004 kl. 15:29

Heimsókn í Hesthelli

Það voru 15 hressir krakkar  í 3. EÍA úr Grunnskóla Sandgerðis sem fóru, ásamt kennurum sínum, í vorferð um Reykjanesið í gær þar sem margt bar fyrir augu. Eftir að hafa gengið milli heimsálfa í Sandvíkinni löbbuðu þau upp á Valahnúk og héldu þaðan í Gunnuhver. Síðan lá leiðin til Grindavíkur í Saltfisksetrið og rúsínan í pylsuendanum var þegar hópurinn fór í hellaskoðunarferð með Kjartani Kristjánssyni.

Farið var í Hesthelli, sem er skammt frá afleggjaranum við Bláa Lónið og grillað. Ferðalagið er hápunktur á skólastarfi krakkanna í vetur en þau hafa verið að læra um landnám og landmótun þar sem þau hafa t.d. verið að vinna saman í hópum við það að skapa sitt eigið land þar sem hugmyndaflugið fær að ráða ríkjum.

VF-mynd/Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024