Heimsmet í FS
Nemendur og kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja slógu sennilega heimsmet í svokölluðum Superman-dansi í dag. Skólinn er nú að hefja þátttöku í verkefni Lýðheilsustöðvar sem heilsueflandi framhaldsskóli. Verkefnið var formlega sett af stað með dagskrá á sal skólans í dag og þar var mikið um dýrðir.
Til að hvetja nemendur til dáða ákváðu kennarar og starfsmenn að troða upp á sal og bregða á leik með því að dansa Superman-dansinn við klassískt lag Ladda. Taktarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir og það er ekki vafamál að þessi uppákoma hefur hvatt nemendur, kennara og starfsmenn til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni af fullum krafti.
Hvar er Superman?