Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimskonur og sögustund á pólsku
Föstudagur 3. febrúar 2017 kl. 10:42

Heimskonur og sögustund á pólsku

- í Bókasafni Reykjanesbæjar

Laugardaginn 4. febrúar verður nóg um að vera í Bókasafni Reykjanesbæjar.
 
Klukkan 11.00 hittast Heimskonur en hópurinn ætlaður konum alls staðar að úr heiminum sem búa á svæðinu. Tækifæri gefst til að kynnast konum í sömu sporum, spjalla og mynda tengsl. Börn eru að sjálfsögðu einnig velkomin.
 
Klukkan 11.30 verður Notaleg sögustund á pólsku. Nicole les skemmtilegar sögur fyrir börnin.
 
Í Ráðhúskaffi verður tilboð fyrir börn og í tilkynningu frá bókasafninu segir að allir séu hjartanlega velkomnir á þessa viðburði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024