Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimsins minnsta gleðiganga í Reykjanesbæ
Laugardagur 8. ágúst 2009 kl. 18:10

Heimsins minnsta gleðiganga í Reykjanesbæ


Gleðigangan í Reykjanesbæ kemst örugglega í sögubækur og jafnvel heimsmetabækur fyrir að vera heimsins minnsta gleðiganga. Aðeins mættu tveir einstaklingar uppáklæddir í gönguna við Hafnargötu í Keflavík en slæðingur var af áhorfendum sem virtust skemmta sér konunglega.

Ljósmyndari Víkurfrétta myndaði gleðigönguna í Reykjanesbæ og þar sem gangan var ekki stærri en svo, þá rúmast viðburðurinn á þessum tveimur meðfylgjandi ljósmyndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson