Heimir með tónleika í Grindavík
Karlakórinn Heimir í heldur tónleika í Grindavíkurkirkju föstudaginn 2. febrúar næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20:30. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og tjaldar kórinn þekktum ein-, tví-, þrí og fjórsöngvurum ættuðum úr Álftagerði,frá þeim Óskari, Gísla, Pétri og Sigfúsi. Þá stígur einnig á stokk barítónbóndinn Einar Halldórsson á Kúskerpi.
Stjórnandi er Stefán R. Gíslason, sem einnig þenur nikkuna, en aðalundirleikari Thomas R Higgerson, píanó.
Kórinn var stofnaður í desember 1927 og á því áttræðisafmæli á þessu ári. Karlakórinn Heimir heldur úti heimasíðunni http://www.heimir.is og þar er jafnan að finna upplýsingar um starfsemina og það sem framundan er á hverjum tíma.
Á laugardagskvöldið skemmtir kórinn á svo Broadway í Reykjavík.