Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heimasmíðuð þyrla lenti í Grófinni
Fimmtudagur 12. júní 2003 kl. 09:25

Heimasmíðuð þyrla lenti í Grófinni

Í gærkvöldi mátti sjá heimasmíðaða þyrlu á módelflugbrautinni í Grófinni. Þarna var á ferðinni Þórarinn Ingason þyrluflugmaður úr Keflavík sem er einn tíu eigenda þyrlunnar. Þórarinn flaug þyrlunni úr Reykjavík, lenti á módelflugbrautinni og skrapp inn á Duus þar sem hann fékk sér kaffibolla. Að sögn Þórarins tekur flugið til Reykjavíkur um 40 mínútur. „Það fer reyndar eftir því hvað ég er forvitinn og veðrið spilar að sjálfsögðu stóran þátt,“ sagði Þórarinn í samtali við Víkurfréttir áður en hann fór í loftið í gærkvöldi.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Það var tignarlegt að sjá þyrluna fara á loft í góða veðrinu í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024