Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 16. desember 1999 kl. 23:20

HEIMABAKAÐ BRAUÐ OG FALLEG MÁLVERK

Mynlistarkonan Sossa hélt sýningu á vinnstofu sinni við Víkurbraut í Keflavík s.l. föstudagskvöld. Það var hlýlegt um að litast þegar inn var komið. Falleg listaverk prýddu veggina, yndisfagur þverflautleikur hljómaði um húsakynnin og síðast en ekki síst fengu gestir að gæða sér á dýrindis brauði sem Sossa bakaði sjálf. Sýningin heppnaðist frábærlega vel og allir brostu út í bæði að henni lokinni. Það má með sanni segja að þetta hafi verið enn ein skrautfjöðrin í hatt Sossu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024