Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heilsuvika í Reykjanesbæ hófst í gær - fjölmargir viðburðir
Frá jakkafatajóganum í bókasafninu. VF-mynd/pket.
Þriðjudagur 29. september 2015 kl. 07:25

Heilsuvika í Reykjanesbæ hófst í gær - fjölmargir viðburðir

Heilsuvika stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Margir viðburðir verða í gangi alla vikuna.
Meðal viðburða í dag má nefna marítafræðslu í Háaleitisskóla á Ásbrú en Páll Óskar Hjálmtýson er meðal þeirra sem fjalla um einelti. Á leikskólanum Garðaseli er íþróttadagur og klukkan 16.30 stendur Holtaskóli fyrir göngu um „sæleiðina“ frá Kópuvík í Innri-Njarðvík út að Duus húsum.

Ásdís Ragna grasalæknir mun svo verða með heilsukvöld í Nettó frá kl. 19.30.
Meðal atriða í gær á fyrsta degi heilsuviku var Jakkafatajóga í bókasafni Reykjanesbæjar. Ágústa Gissurardóttir kynnti þessa nýjung og jógaði með starfsmönnum og gestum safnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024