HEILSUHORN VÍKURFRÉTTA OG MIÐBÆJAR
Fæði fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjóstiÞað hafa margir velt því fyrir sér hvort að barnshafandi konur þurfi að borða fyrir 2 eða þurfa þær að auka fæðið á meðgöngutímanum? Líkami móðurinnar mun alltaf leitast við að mæta næringaþörfum fóstursins, ef móðurin borðar of lítið er séð fyrir þörfum fóstursins með því að ganga á birgðir móðurinnar, Barnshafandi konur hafa aukna þörf fyrir orku, protein, steinefni og vítamín, Mikilvægt er að fylgjast vel með vigtinni á meðgöngutímanum. Meðalaukning í lok meðgöngu er 10-12 kg . Hafi kona þyngst um þessi kíló hefur hún notað u.þ.b 300 he aukalega á dag miðað við 40 vikna meðgöngu sem er mjög eðlileg tala. Fóstrið vex örast síðustu 3 mánuðina og á þessu tímabili verður konan að hugsa sérstaklega vel um fæðið, borða trefjaríkan mat og bætiefnaríkan mat og sem minnst af fitu og sykri. Þær þurfa einnig að auka skammta á vítamínum og steinefnum sérstaklega fólasín og járni. Ef kona er með mikin bjúg er mikilvægt að draga úr neyslu á salti og söltum mat. Konur með barn á brjósti þurfa að auka enn meira við sig af vítamínum og steinefnum, þær þurfa að drekka mjög mikið og eru undanrenna og mysa góðir drykkir fyrir þær, sérstaklega vegna kalksins. Þær þurfa einnig að hugsa vel um fæðið eins og á meðgöngutímanum, móðirin þarf u.þ.b 700 he umfram venjulega orku-eyðslu á meðan barnið er á brjósti. Flestar konur safna fitubirgðum á meðgöngutímanum, sem ætlaður er til að mæta hinni auknu orkuþörf við brjóstagjöfina.Hafi þær börn sín á brjósti gengur smátt og smátt á fitubirgðirnar og konurnar ná sinni eðlilegu líkamsþyngd á u.þ.b 3 mánuðum. Konur með barn á brjósti verða að gera sér grein fyrir að öll efni berast í mjólkina og má þar nefna örvandi efni eins og úr kaffi, tei, kóladrykkjum, tóbaki og eiturlyfjum, það er mjög mikilvægt að draga úr neyslu örvandi efna. Þær verða að gæta þess að sofa nóg og stunda góða hreyfingu í fersku lofti og hófleg líkamsþjálfun tilheyrir heilbrigðu lífi.Með heilsukveðju,Sigríður Anna