HEILSUHORN VÍKURFRÉTTA OG MIÐBÆJAR
HeimilisinnkaupInnkaupareglur:1. Gerðu alltaf innkaupalista áður en þú ferð af stað. Listinn mun hjálpa þér til að kaupa allra nauðsylegustu matvöruna sem þú þarft fyrir vikuna, annars gætir þú þurft að fara oftar í búðarskrepp og kaupir þá meira en þú þarft.2. Forðastu að versla þegar þú ert svöng/svangur, þú gætir komið heim með fullan poka af óhollri og óþarfa matvöru.3. Fylltu körfuna fyrst af ferskum ávöxtum og grænmeti svo fjölskyldan geti borðað ferskt salat með öllum máltíðum.4. Þegar þú ákveður að prófa nýja matvöru skaltu lesa utan á umbúðirnar og athuga hvað hún inniheldur svo þú sért viss um að þú viljir setja þetta í líkamann á þér.5. Gefðu þér góðan tíma til að versla svo þú þurfir ekki að vera á hlaupum í búðinni, matarinnkaup geta verið áhugavert ævintýri, skoðaðu vel allar tegundir af ávöxtum og grænmeti.6. Verslaðu þegar búðin er ekki troðfull af fólki, eftir kl. 17:00 eru allir að flýta sér heim eftir vinnu. Reyndu að velja lifandi fæðu. Það er mjög einfalt, treystu móðir náttúru. Ávextir, grænmeti, heil korn og fræ eru lifandi fæða, það eru engir Coca Cola fossar til eða heilir akrar þar sem vaxa pylsur eða tré með hangandi kleinuhringjum.Góða skemmtun - SIGRÍÐUR ANNA