HEILSUHORN VÍKURFRÉTTA: OFFITA
Það hafa allir heyrt þessa setningu einhvern tímann. „Þú ert það sem þú borðar.“ Jú, það er mikið til í þessari setningu. Ef meiri orka í matnum en líkaminn þarf á að halda er hætta á að kílóunum fjölgi. Sumir svelta sig þegar þeim líður illa en aðrir leggjast í át.Raunhæf meðferð við offitu er fyrst og fremst að minnka orkuneysluna og auka hreyfinguna og kalla fram meiri brennslu í líkamanum. Fæðið skiptir miklu máli. Það þarf að velja fitulitlar afurðir, borða vel af grænmeti og ávöxtum, auka neyslu á trefjaríkum mat og drekka vel af vatni (minnst 8 glös á dag).Konur mega halda sig við 1200 he en karlar 1500 he ef um offituvandamál er að ræða.Ef orkuneyslan fer niður fyrir 1000 he getur viðkomandi átt í hættu að fá ekki nægilega mikið magn af vítaminum og steinefnum auk þess sem maður fær fljótt aftur þau kíló til baka á líkamann sem hurfu í sveltinu.Áætluð meðalorkuþörf:Aldur Karlar KonurÁr kkal/dag kkal/ dag11-14 2350 200015-18 2750 215019-30 2800 205031-60 2700 200061-75 2300 1850yfir 75 2000 1700Nokkur hollráð:Reyndu að breyta mataræði þínu smátt og smátt með því að lesa utan á vöruna og velja magrari vöru.Dæmi um mjólkurvörur (miðað við 100 g.)Rjómi inniheldur 36g fitu en kaffirjómi aðeins 12g fitu.Nýmjólk inniheldur 4g af fitu en undarenna aðeins 0,1g fitu.Svo er það smjörið sem við smyrjum holla grófa brauðið með , það er líka misfeitt t.d inniheldur Klípa 27% fitu svo er hægt að fá viðbit með 40% og 80% fitu, reynum að velja eitthvað fitulítið eða smyrjum brauðið með smurosti sem inniheldur 6% fitu þá erum við í góðum málum.Anna SigríðurJóhannesdóttirmatreiðslumaður og þolfimileiðbeinandiSími 421-3382KJÚKLINGABAUNIR PUMATE SANREMOÍTALSKUR RÉTTUR250 gr .þurrkaðar kjúklingabaunir2 msk ólífuolía1 stór skarlottulaukur100 gr. sólþurrkaðir Pumate Sanremo tómatar 1,1/2 dl. kaffirjómi2 msk. Balsamedik* tsk. Herbamere jurtasalt * tsk nýmalaður pipar 1,1/4 tsk. Majoran AÐFERÐ:Leggið baunirnar í bleyti í 12-18 klst. Hellið vatninu af og sjóðið þær í ríflegu vatni við vægan hita í 70 mín. Saxið laukinn og steikið þar til hann er glær. Stráið salti og pipar yfir. Bætið tómötum, kaffirjóma, ediki og marjorani á pönnuna og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í 5 mínútur eða þar til sósan þykknar eilítið. Bætið kjúklingabaununum út í og látið hitna í gegn.Gott að bera fram með hýðishrísgrjónum, brauði og salati.