Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heilsuefling á Suðurnesjum: Gengið frá Íþróttaakademíunni í dag
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 11:57

Heilsuefling á Suðurnesjum: Gengið frá Íþróttaakademíunni í dag

Heilsuátakið Heilsuefling á Suðurnesjum fer í gang í dag þegar skipulögð ganga verður frá Íþróttaakademíunni í umsjá Rannveigar Lilju Garðarsdóttur. Gangan fer af stað klukkan 17:30 og er fyrir alla aldurshópa þannig að tilvalið er að taka börnin með á snjóþotum.

Hér eftir verður gegnið frá Íþróttaakademíunni alla miðvikudaga kl. 17:30 og er markmiðið að fá sem flesta út að hreyfa sig og ganga í skemmtilegum félagsskap.

Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024