Heilsuefling á Garðskaga!
Fólk notar ekki bara Garðskaga til útivistar því undanfarið hefur færst í vöxt að svæðið sé notað til heilsueflingar. Þannig hefur undanfarið mátt sjá bæði Bootcamp-hópa og fólk í Jóga í fjörunni á Garðskaga. Þá hefur sjósund færst í vöxt á Garðskaga og hefur fólk verið þar daglega á sundi í allt sumar. Myndirnar hér að ofan voru teknar í síðustu viku.
VF-myndir: Hilmar Bragi