Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heilsu- og íþróttavika í Sandgerði
Frá Norræna hlaupinu í Sandgerði.
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 09:53

Heilsu- og íþróttavika í Sandgerði

- í sömu viku og bolludagur og sprengidagur!

Efnt er til heilsuviku í annað sinn í Sandgerðisbæ. Bæjarstjórn bæjarins ákvað að haldin yrði heilsu- og íþróttavika í bænum í vikunni kringum 5. mars, sem er afmælisdagur íþróttafrumkvöðulsins Magnúsar Þórðarsonar, en á þeim degi er kjöri íþróttamanns Sandgerðisbæjar lýst ár hvert. Í ár hittir svo á að bollu-, sprengi- og öskudagur eru í heilsuvikunni og því gefst bæjarbúum tækifæri til að huga að heilsunni, samhliða eldri og ef til vill óhollari hefðum.

Í tilkynningu frá umsjónarfólki heilsuviku, Páli Jónssyni, formanni frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs
og Rut Sigurðardóttur, frístunda- og forvarnafulltrúa Sandgerðisbæjar, segir að ánægjulegt sé að sjá hve margir hafi tekið höndum saman um að gera vikuna fulla af skemmtilegum viðburðum. Von þeirra sé að bæjarbúar taki virkan þátt í dagskránni og fylli vikuna af jákvæðri orku og ánægju.

Nánari upplýsingar fást hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024