Heilsu- og forvarnavika hefst í Reykjanes í næstu viku
Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar fer fram í næstu viku, dagana 3. til 9. október. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir hafa sett saman metnaðarfulla dagskrá fyrir bæjarbúa, til dæmis verður frítt í fjölmarga tíma í Sporthúsinu og Lífsstíl.
Stofnanir Reykjanesbæjar taka virkan þátt með einum og öðrum hætti, meðal annars með því að hvetja starfsfólk og nemendur til að huga að heilsunni. Bæjarbúum stendur til boða að láta heilsufarsmæla sig, geta sótt áhugaverða fyrirlestra og margt annað skemmtilegt verður í boði.
Mánudaginn 3. október klukkan 17:00 verður kynning í Stapa á heilsueflandi samfélagi og skrifað undir samning við Embætti landlæknis um að Reykjanesbær muni verða heilsueflandi samfélag. Að auki mun Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu koma og kynna nýjustu tölur um hagi og líðan ungmenna.
Nánari upplýsingar um dagskrá heilsu- og forvarnavikunnar má nálgast hér.