Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heilsu- og forvarnarvika hafin í Reykjanesbæ
Mánudagur 21. september 2009 kl. 08:23

Heilsu- og forvarnarvika hafin í Reykjanesbæ


Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ hefst í dag en verkefnið er liður í heilsu- og forvarnarstefnu Reykjanesbæjar.


Markmið vikunnar er að efla vitund starfsmanna og allra bæjarbúa um heilsu og forvarnir. Allar stofnanir Reykjanesbæjar munu taka þátt sem og fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, má þar nefna brennómót á vegum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, - og blóðsykurmælingar auk fræðslu á heilsugæslunni við Skólaveg, forvarnarfyrirlestur fyrir eldri nemendur grunnskólanna með Sigfúsi Sigurðssyni handboltakappa, Vatnaveröld býður íbúum öllum frítt í sund sunnudaginn 27. september, leikskólarnir Gimli, Akur og Háaleiti verða með heilsutengda dagskrá fyrir nemendur og kennara og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður á fyrirlestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Skólamatur sér um að allir grunnskólanemar fái hollt og gott fæði að venju. Keflavíkurkirkja verður með hollustuna í fyrirrúmi og býður uppá hollar veitingar að loknum Sunnudagaskóla ofl. , Bókasafn Reykjanesbæjar ætlar að hengja upp sögur og ljóð á staura við Strandlengjuna. Björgin athvarf geðfatlaðra mun taka þátt í verkefninu með Geðveikum dögum og byrjar dagskráin með Geðræktargöngunni í dag.


Dagskrá heilsuvikunnar er hægt að nálgast hér