Heilsan í fyrrrúmi á kaffihúsakvöldi í Eldey
Heilsan verður í fyrirrúmi á næsta kaffihúsakvöldi í Eldey sem verður haldiðn í kvöld, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00 – 22:00.
Steinunn Aðalsteinsdóttir, heilsumarkþjálfi og Chad Keilen, nudd og heilsuráðgjafi halda fyrirlestur og boðið verður upp á heilsusamlegar veitingar.
Kaffihúsið verður opið og vinnustofur hönnuða opna að loknum fyrirlestri.
Eldey er að Grænásbraut 506, 235 Ásbrú. Allir velkomnir.