Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heilræði um flugelda og áramót
Miðvikudagur 29. desember 2004 kl. 12:56

Heilræði um flugelda og áramót

Brunavarnir Suðurnesja hafa tekið saman gagnlegar upplýsingar sem tengjast áramótum og má finna á vefsvæði brunavarna, www.bs.is. Í frétt á vefnum segir:  Samkeppnin á markaðnum er að aukast því nokkrir einkaaðilar hafa sýnt flugeldasölu áhuga og viljað komast inná markaðinn sem söluaðilar.  Eldvarnareftirlit BS hefur eftirlit með meðferð og umgegni flugelda. Á árinu varð mikið eingatjón í Bolafæti í Njarðvík og má að hluta til rekja það til ólöglegrar geymslu á flugeldum. Í þeim bruna munaði minnstu að alvarleg slys yrðu á slökkviliðsmönnum við slökkvistörf. Þá varð mikið tjón í Danmörku þegar flugeldverksmiðja brann og tugir heimila ýmist skemmdust eða eyðilögðust í eldinum. Eldurinn brann í marga daga og olli miklu tjóni.
Sannarlega er því betra að fara varlega og fylgja leiðbeiningum framleiðanda og ráðleggingum yfirvalda um meðferð skotelda.

Myndin: Flugeldasýning hjá Björgunarsveitinni Suðurnes í gærkveldi VF-mynd: Atli Már

Fréttin á vef Brunavarna Suðurnesja:
http://www.bs.is/default.aspx?path=/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%203%20News&Groups=0&ID=30&Prefix=181

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024