Heillast mest af góðum húmor í fari fólks.
Hanna Margrét Jónsdóttir er FS- ingur vikunnar en hún stefnir á tannlæknanám og hræðist aðallega geitunga.
FS-ingur: Hanna Margrét Jónsdóttir.
Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut.
Hvaðan ertu og aldur? Sandgerði, 18.ára.
Helsti kostur FS? Félagslífið.
Hver eru þín áhugamál? Ferðalög og tónlist.
Hvað hræðist þú mest? Geitunga aðallega og aðrar ógeðslegar pöddur.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Anita Lind fyrir sína fótboltahæfileika.
Hver er fyndnastur í skólanum? Axel Ingi.
Hvað sástu síðast í bíó? Fifty Shades Freed.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfull.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Fá stoðtímana aftur og breyta mætingarreglunum aftur eins og þær voru.
Hvað heillar þig mest í fari fólks? Góður húmor.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Stefni á tannlæknanám eins og er.
Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Hvað flest allir á svæðinu þekkjast vel.
Hvað myndir þú kaupa þér ef þú ættir þúsund kall? Lítinn bragðaref.
Eftirlætis-
Kennari: Gummi efnafræðikennari.
Mottó: Just do it.
Sjónvarpsþættir: One Tree Hill og Orphan Black.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Coldplay/Post Malone.
Leikari: Jennifer Aniston.
Hlutur: Síminn minn.