Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heillaður af staðleysubókmenntum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 21. september 2019 kl. 08:00

Heillaður af staðleysubókmenntum

Guðmundur Ingvar Jónsson kennari er lesandi vikunnar.  

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Guðmundur Ingvar Jónsson, kennari í Njarðvíkurskóla og bókmenntafræðingur auk þess sem Guðmundur sér um leshring bókasafnsins í vetur.

Hvaða bók ertu að lesa núna? 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen auk þess að lesa bækurnar um Einar Áskel með börnunum mínum fyrir háttinn. 

Hver er uppáhaldsbókin? 

Gaukshreiðrið (One Flew Over the Cuckoo‘s Nest) eftir Ken Kesey. Las hana fyrst í enskuáfanga í FS og hún greip mig algjörlega. Horfði á myndina í kjölfarið og er hún ein af uppáhaldsmyndum mínum.

Hver er uppáhaldshöfundurinn? 

Charles Dickens, Einar Kárason og Þórbergur Þórðarson.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig?

Öreindirnar eftir Michel Houellebecq.

Hvaða bók ættu allir að lesa? 

Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson.

Hvar finnst þér best að lesa?

Í sófanum heima eða upp í rúmi undir sæng. 

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? 

Salka Valka og Sjálfstætt fólk eftir Laxness, 1984 og Dýrabær eftir George Orwell, Hamskiptin og Réttarhöldin eftir Franz Kafka og Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson.

Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? 

Þar sem ég er forfallinn stuðningsmaður Liverpool þá yrði það líklega Liverpool Encyclopedia eftir Íslendinganna Árna Baldursson og Guðmund Magnússon.

Næstsíðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20.00 hittist Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar og skeggræðir áhugaverðar bækur. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru allir velkomnir.