Mannlíf

Heilabilun á mannamáli og hugleiðsla
Bókasafn Reykjanesbæjar kynnir: Hugleiðsluhádegi í samstarfi við WAT Buddha Iceland. Búddamunkurinn Venerable Wanchai leiðir hugleiðslu á neðri hæð bókasafnsins.
Miðvikudagur 3. október 2018 kl. 08:41

Heilabilun á mannamáli og hugleiðsla

Fjölbreytt dagskrá heilsu- og forvarnarviku í dag

Heilsu og forvarnarvika stendur nú sem hæst á Suðurnesjum og eru fjölmargir viðburðir á dagskrá í dag, miðvikudag. Meðal þeirra viðburða sem bæjarbúum Reykjanesbæjar gefst kostur á að sækja fer fram á Nesvöllum þar sem Lára Hanna Steinsson félagsráðgjafi fjallar um nýútkomna bók sína „Heilabilun á mannamáli“.

Heilabilun er gjarnan nefndur fjölskyldusjúkdómur 21. aldarinnar. Helstu ástæður eru þær að aldur er helsti áhættuþáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun aukast hratt á næstu árum og áratugum. Þrátt fyrir áratugalangar rannsóknir hefur engin lækning fundist enn.

Atburðurinn hefst klukkan 16:30 en aðra viðburði vikunnar má sjá með því að smella hér. Meðal þess sem boðið er upp á í Reykjanesbæ eru opnir tímar í Lífstíl og Sporthúsinu, andleg upplifun í kirkjunni, Om setrinu og á bókasafninu auk þess sem opin kóræfing verður í Duus húsum í kvöld.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í Grindavík verður m.a. gengið á Þorbjörninn undir handleiðslu Arnars Más göngugarps. Í Sandgerði verður farið í pílagrímagöngu þar kynntar verða gönguferðir milli Spánar og Portúgal.