Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Heiðursborgari heiðraður á tímamótum
Laugardagur 6. október 2012 kl. 12:26

Heiðursborgari heiðraður á tímamótum

Laugardaginn 6. október nk. mun Grindavíkurbær halda samkomu til heiðurs Guðbergi Bergssyni rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur sem fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir.

Undirrituð verður viljayfirlýsing á milli Grindavíkurbæjar og Guðbergs um opnun Guðbergsstofu, sem verður sýning um líf og feril höfundarins. Guðbergsstofa verður staðsett í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur, og er fyrirhuguð opnun í mars 2013 í tengslum við menningarviku Grindvíkinga. Jafnframt verður verkum Guðbergs gerð góð skil í nýju bókasafni Grindavíkurbæjar sem opnar í ársbyrjun 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á laugardaginn mun Guðbergur lesa upp óútgefna stuttsögu og jafnframt mun Hinrik Bergsson, bróðir Guðbergs, segja frá uppvaxtarárum þeirra bræðra í Grindavík.

Dagskráin hefst klukkan 14:00 í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur að Hafnargötu 12a í Grindavík.  Allir hjartanlega velkomnir.