Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðrún sigraði skáta Ædol
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 17:21

Heiðrún sigraði skáta Ædol

Heiðrún Pálsdóttir bar sigur úr bítum í undankeppni Ædol-skátaleitar hjá Skátafélaginu Heiðabúum, keppnin fór fram í samkomuhúsinu í Sandgerði í gærkvöldi. Heiðrún mun keppa fyrir hönd Heiðabúa í lokakeppni Ædol-skátaleitar sem fer fram í loftkastalanum 28. mars. Heiðrún söng lag úr Línu Langsokk, einnig voru veitt verðlaun fyrir „tilþrif“ kvöldsins og skemmtilegasta atriðið og féllu tilþrifaverðlauninn Sæþóri Birni í skaut en Karen Guðmundsdóttir þótti vera með skemmtilegasta atriðið.
Alls tóku 15 keppendur þátt og salurinn, ásamt 3 manna dómnefnd sá um að velja sigurvegarana.

Ljósmyndir: Heiðrún syngur sigurlagið. Sæþór Björn, Karen Guðmundsdóttir og Heiðrún Pálsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024