Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðraður fyrir áratugastarf í kjörstjórn
Laugardagur 12. maí 2007 kl. 20:01

Heiðraður fyrir áratugastarf í kjörstjórn

Njarðvíkingurinn Friðrik Valdimarsson gekk til kjörfundar eins og almennur borgari í dag, en hann hefur verið í kjörstjórn allt frá sveitarstjórnarkosningunum 1962, fyrst fyrir Njarðvíkurhrepp og nú síðast fyrir Reykjanesbæ.

„Það er mikill léttir að vera eins og almennur borgari að þessu sinni. Nú er ég frjáls!“ sagði Friðrik léttur í lund í samtali við Víkurfréttir í dag.

 

Hann bætti því þó við að tíminn hafi verið afar ánægjulegur og samstarfsfólkið hafi verið afar gott. „Þetta gekk yfirleitt mjög vel. Lykilatriðið í að talning gangi vel er gott skipulag því það er afar erfitt og tímafrekt að leiðrétta ef eitthvað fer úrskeiðis.“

Samstarfsfólk Friðriks sagði að hans hafi verið saknað í starfsliði á kjörstað þar sem hann hafi alltaf verið með ráð undir rifi hverju ef eitthvað kom upp á.

VF-mynd/Þorgils - Ottó Jörgensen, formaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, afhenti Friðriki blómvönd sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í rúma fjóra áratugi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024