Heiðraður af Heimili og skóla
Aðalfundur Heimilis og skóla var haldinn föstudaginn 21. apríl síðastliðinn. Guðni Olgeirsson sérfræðingur menntasviðs menntamálaráðuneytisins var kjörinn fundarstjóri.
Á fundinum var Halldór Leví Björnsson kvaddur sérstaklega og heiðraður fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu landssamtakanna síðastliðinn 11 ár.