Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðra fleiri ungmenni í Minningarlundi
Föstudagur 22. ágúst 2014 kl. 10:47

Heiðra fleiri ungmenni í Minningarlundi

Senn líður að hátíðarathöfn í Minningarlundi um ungmenni frá Reykjanesbæ sem hafa látist eða horfið. Fyrsta athöfnin fór fram á Sumardaginn fyrsta 2014, en þá voru afhjúpaðir 6 minningaplattar. Frá þeim tíma hafa 12 foreldrar óskað eftir minningaplatta og verða þeir afhjúpaðir kl. 12:00 laugardaginn 6.september. Minningalundurinn er hluti af Ungmennagarði sem staðsettur er við Hafnargötu 88. Hugmyndin um lundinn kom frá Ungmennaráði Reykjanesbæjar sem vildi minnast ungs fólks frá Reykjanesbæ sem hefur látist eða horfið og voru á aldursbilinu 13-25 ára. Þeir foreldrar/forráðamenn sem áhuga hafa á að setja minningaplatta um látinn ástvin eru beðnir um að senda upplýsingar um fæðingardag og dánardægur hins látna ásamt mynd á netfangið [email protected] fyrir 1. september 2014. ÍT svið lætur útbúa plattana og koma þeim fyrir og er allur kostnaður greiddur af Reykjanesbæ.

Foreldrar eftirtalinna ungmenna hafa sent upplýsingar og myndir fyrir plattana og verða þeir afhjúpaðir  við hátíðlega athöfn 6. september n.k :

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lena Margrét Hinriksdóttir f.8. febrúar 1992 d. 25. apríl 2010
Svanberg Ingi Ragnarsson    f. 7.janúar  1992    d. 25. apríl 2006
Sigfinnur Pálsson  f.26.nóvember 1994 d. 19. júlí 2010
Óskar Halldórsson  f. 5. febrúar 1980 Horfinn: 26. janúar 1994
Hlynur Þór Sigurjónsson f. 6. desember 1976 d. 15. janúar 2000
Ragnar Júlíus Hallmannsson f. 18. júní 1966  d. 20. júní 1983
Sigurður Ragnar Arnbjörnsson f. 4. maí 1987  d. 17. júní 2005
Jóhann Árnason  f. 23. janúar 1985 d. 20. október 2010
Jón Óli Jónsson   f. 14. desember 1957 d. 10. janúar 1982
Hjálmar Hjálmarsson  f. 5. september 1962 d. 10. janúar 1982
Svanur Hlífar Árnason  f. 9. janúar 1969 d. 3. ágúst 1991
Hafdís Halldórsdóttir  f. 17. september 1968 d. 16. febrúar 1985