Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðarskóli sigraði spurningakeppni grunnskólanna
Mynd af heimasíðu Heiðarskóla.
Miðvikudagur 21. nóvember 2012 kl. 11:16

Heiðarskóli sigraði spurningakeppni grunnskólanna

Lið Heiðarskóla sigraði í undankeppni Spurningakeppni grunnskólanna á Suðurnesjum sem fram fór í Sandgerði fyrr í vikunni. Aðeins þrjú Suðurnesjalið tóku þátt að þessu sinni, Heiðarskóli, Akurskóli og Sandgerðisskóli. Lið Heiðarskóla er skipað þeim Óðni Jóhannssyni, Brynjari Steini Haraldssyni og Þorbergi Jónssyni. Drengirnir úr Heiðarskóla unnu nokkuð örugga sigra á bæði Akurskóla og Sandgerðisskóla. Dregið verður í 16 liða úrslit á landsvísu þann 1. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024